ÞJÓNUSTAN OKKAR
Ef þú þarft að ná til ákveðins hóps, með ákveðna vöru eða þjónustu, er ákjósanlegt að auglýsingin þín skili sér til rétta markhópsins. Markaðsdeildin þarfagreinir það sem þú vilt auglýsa, hvort sem þú vilt auglýsa ákveðna þjónustu, viðburð, eða fyrirtæki og finnum þann pakka sem hentar þér eða þínu fyrirtæki best.
Markaðsstrategía
Við vinnum strategíur með áherslu á kaupferil og stafræna snertipunkta.
Mælingar
Við notum gögn til að leysa markaðslegar áskoranir.
Tækni
Við notumst við þá tækni sem á við hverju sinni til að bæta árangur.
Markaðssetning
Við stjórnum herferðum á öllum helstu auglýsinganetum og miðlum
ÞETTA GERUM VIÐ
Stafrænar auglýsingar, birtingar- og markaðsráðgjöf!
Hjá MARKAÐSDEILDINNI bjóðum við upp á mismunandi lausnir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Umsjón með samfélagsmiðlum, stafrænar herferðir, árangursmælingar, efnissköpun, birtingar, textasmíði og markpóstar svo dæmi séu nefnd.
Við veitum öllum viðskiptavinum okkar einstaka þjónustu og upplifun og sníðum við markaðsstarfið eftir þínu fyrirtæki. Góð samskipti og náin samvinna er lykilatriði að góðum árangri.
MARKAÐSRÁÐGJÖF
MARKAÐSDEILDIN býður upp á sérfræðiráðgjöf um allt sem viðkemur stafrænni markaðssetningu, byggt á víðtækri reynslu okkar og afrekaskrá síðastliðin 14 ár.
Treystu á sérfræðiþekkingu okkar til að spara þér bæði tíma og peninga.
STAFRÆNAR HERFERÐIR
MARKAÐSDEILDIN sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu.
Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að því að þróa skýra stefnu, koma upp skilvirkum herferðum og tryggja að rödd fyrirtækis þíns sé miðlað á réttan hátt. Við vinnum að því að búa til sérhæfðar herferðir til að auka vörumerkjavitund, afhjúpa nýjar vörur og auka sölu.
Með sérfræðiþekkingu okkar geturðu náð markmiðum þínum á skilvirkan hátt.
BIRTINGAÞJÓNUSTA
MARKAÐSDEILDIN býður upp á alhliða stafræna birtingaþjónustu þar sem við miðlum skilaboðum þínum á áhrifaríkan hátt til viðeigandi markhóps.
Með okkar aðstoð við birtingar tryggjum við þér sýnileika á net- og samfélagsmiðlum þannig að skilaboðin þín skili sér á leiðarenda.
Teymið
Það er fámennt en góðmennt hjá Markaðsdeildinni.

Heimir Arnfinnsson
Deildarstjóri Birtingasviðs

Árni Valmundarson
Hönnun
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina við Markaðsdeildina og láttu okkur aðstoða þig við að veita úrvals þjónustu og upplifun til þinna viðskiptavina.
Hér að neðan geturðu pantað stuttan fund með okkur til að kynna fyrir þér hvað við getum getum gert fyrir þig. Pantaðu dagsetningu og tímasetningu og við hringjum í þig.
Hlökkum til að heyra frá þér.